Velkomin á útskriftarsíðuna mína úr grafískri miðlun!
Síðastliðin tvö (og hálft) ár hafa verið bæði krefjandi og lærdómsrík. Ég byrjaði í grunnnámi í janúar 2020 – fyrir Covid og ólétt af mínu fyrsta barni, útskrifast af sérsviði núna í maí 2022 – eftir Covid og með næstum því tveggja ára barn. Þetta er ágætis mælieining á rússíbanareiðina sem þessi tvö ár eru búin að vera, en ég kem sterkari út úr henni með fullt af nýrri og hagnýtri þekkingu.
Það sem stendur upp úr sl. tvö ár var Ítalíuferðin þar sem við heimsóttum þrjár borgir, skóla og fullt af söfnum í Norður-Ítalíu á tveimur vikum.
Skemmtilegasta verkefnið var án efa tímaritið Embla þar sem ég fékk að skrifa og brjóta um allt það sem mér finnst áhugavert og svo að fá þann heiður að setja saman Askinn, sameiginlegt tímarit okkar útskriftarnemenda.
Ég vona að þið njótið,